Sunday, September 20, 2009

Riff hingað til


Jæja þá hef ég séð 5 myndir á Riff hingað til. Þar af hef ég fjallað um eina og ein var stuttmynd.

STORM

Myndin Storm fjallar um konu á miðjum aldri, Hönnu Maynard. Hún er breskur saksóknari og tekur að sér mál sem á að steinliggja. Það reynist vera misfella í framburði eins vitna hennar svo að hún þarf að finna nýja leið til þess að fá glæpamanninn sakfelldann. Já ég get eiginlega ekki sagt meira. 
Storm var vel leikin. Kerry Fox var góð í hlutverki Hönnu Maynard og aukahlutverkin voru ágæt líka. Hún má eiga það. En annars var ég alls ekkert rosalega hrifin af þessari mynd. Hún var bara svo ótrúlega venjuleg. Myndtakan var ekkert sérstök en tónlistin var reyndar frekar flott. Sagan sjálf var bara þessi venjulega sakamála/lögfræðinguraðreynaaðleysamál-saga. Mér fannst ég hafa séð þessa mynd svo oft áður og þá í búning 40 mínútna spennuþáttar. 
Það er mjög erfitt að skrifa um Storm vegna þess að í rauninni var ekkert að myndinni en hún heillaði ekkert. Það sem mér fannst gott við myndina var sagan inn í sögunni, það er að segja saga fórnarlambs málsins sem Hanna var að reyna að leysa. Það 
hefði getað orðið miklu áhrifaríkari og betri mynd! Já og af hverju ætli hún hafi heitið Storm? Það var random. 

THE SWIMSUIT ISSUE
























Jæja önnur sænska myndin sem ég sé í mánuðinum og ég verð að segja að ég er á leiðinni að verða stærsti aðdáandi sænskrar kvikmyndagerðar! Þrátt fyrir að hafa séð takmarkaðan fjölda 
mynda. 
En The Swimsuit Issue fjallar um sænskan miðaldra mann sem hætti/var sagt upp vinnunni sinni sem blaðamaður, er fráskildur en á 17 ára dóttur, spilar bandí (eða floorball) með nokkrum félögum sínum og hefur mjög sterka réttlætiskennd. Þeir bandí-félagarnir lenda í vandræðum þegar þeir geta ekki lengur æft á sama staðnum og Fredrik, aðalpaurinn með réttlætiskenndina, getur ekki sætt sig við að vera orðinn að e-m aumum áhugamann
i sem spilar bara uppá fjörið. Þegar hann neyðist til þess að hýsa dóttur sína eftir að mamma hennar fær starf í London upphefst afar skemmtileg atburðarás vegna þess að hún æfir synchronised swimming.
Vá hvað ég var hrifin af The Swimsuit Issue! Þetta er alveg dásamleg mynd. Full af góðum húmor og ég var með aulabros á andlitinu mest alla myndina og hló og hló yfir sumum atriðum. Það er líka svo gaman að sjá "the underdog" ná svona góðum árangri og þessi mynd sýnir að sama á hvað aldursskeiði sem þú ert þá geturðu breytt lífi þínu og gert eitthvað nýtt. Hver hefði haldið að saga um miðaldra karlmenn gæti verið svona skemmtileg! 
En persónurnar voru hver annarri skemmtilegri. Til dæmis Fredrik, misheppnaði pabbinn sem er sjúklega sjálfhverfur og þrjóskur, feiti besti vinurinn sem er álíka mikill lúser og Fredrik en fylgir honum í öllu og hefur ekkert sjálfstraust og auðvitað svarti hommafóbinn! Myndin var rosalega vel leikin og hver og einn leikari gaf persónunni sinni eitthvað aukalega svo manni þótti vænt um alla! 
Mér fannst líka myndatakan vera skemmtileg. Auðvitað tökurnar í kafi sem voru flottar, en það hefði algjörlega skemmt myndina ef þær hefðu verið lélegar! Svo tók ég sérstaklega eftir tveimur tökum sem mér fannst heillandi. Þær voru báðar teknar svona fyrir utan húsið og maður sá inn í íbúðina og hvað var í gangi þar. Ég held að ég hafi aldrei séð þetta áður og
 mér fannst þetta virkilega skemmtilegt. Ég las lokin á blogginu hans Gumma þar sem hann talar um skotið sem fékk ekki að lifa og ég er alveg sammála með það. Tók eftir þessu líka en mér fannst samt mörg móment algjörlega fá að lifa. Til dæmis bæði skotin fyrir utan húsið, þegar Fredrik er að kenna vini sínum að dansa og partýið þar sem þeir eru úti á svölum, en líka mómentið þegar Fredrik sekkur alveg niður á botninn. Allt mjög gott! 
Tónlistin fannst mér rosalega týpísk fyrir skandinavíska mynd. Hef ekkert út á hana að setja.
The Swimsuit Issue er algjör feel good mynd sem allir verða að sjá. 

Mig langar aðeins til þess að bera saman þessar tvær myndir. Það er Storm og The Swimsuit Issue. Þegar ég kom út af Storm, sem hafði engin áhrif á mig, hugsaði ég að það hlyti einfaldlega að vera vegna þess að myndin gerist að mestu í Evrópu og að ég væri bara einum of kunnug staðarháttum og lífi persónanna. Sem ég er ekkert, fyrir utan að vera Evrópubúi. Plús að aðalpersónan var miðaldra kona. En svo sá ég The Swimsuit Issue! Og þar með afsannaðist þessi kenning mín sem betur fer. Það er fullt nýtt undir sólinni!

Síðasta myndin sem ég sá var SLOVENIAN GIRL. En ég treysti mér ekki alveg til þess að blogga um hana eins og stendur. Þarf aðeins að melta hana betur. Var ekkert gífurlega hrifin en ég veit ekki alveg af hverju. Var komin með rosalega mikið leið á skotum af henni að kveikja sér í sígarettu og reykja. En svo er þetta líka bara svo mikið efni sem maður veit að er til en vill ekki endilega vita af. En á samt svo mikið að vera í umræðunni! Ææææ ég er alveg rugluð. Geymi þetta til betri tíma.




1 comment:

  1. ...og af hverju var hún alltaf að sleikja sígaretturnar áður en hún kveikti í þeim? Hverju bætti það við myndina?

    Ágæt færsla.

    Ég hef ekki séð Storm, og fannst Slovenian Girl heldur ekkert spes.

    Ég var heldur ekki alveg jafn hrifinn af Swimsuit Issue og þú. Mér fannst hún vissulega skemmtileg, en Fredrik fór soldið í taugarnar á mér.

    7 stig.

    ReplyDelete