Saturday, September 5, 2009

The General

The General
Jæja þá dreif ég loks í því að sjá The General og ég fékk hálfgerða nostalgíu-tilfinningu. Því að sem krakki var ég forfallin aðdáandi Chaplin-myndanna. Ég sá allar sem voru sýndar með undirleik sinfóníuhljómsveitarinnar og hafði virkilega gaman af. Það sem er svo skemmtilegt við þöglu, fyndnu myndirnar að þær virka fyrir mismunandi þjóðir en einnig fyrir ólíka aldra. 
Ég hafði allavega gaman af The General og skellti oft upp úr að aulahúmornum. Ég elska aulahúmor! Hún fjallar um Johnnie sem er verkfræðingur og sér um lestina The General sem er önnur af tveimur ástunum í lífi hans. Hin er kona, sem ég reyndar skil varla af hverju hann elskaði svona heitt. Hún meira að segja neitaði að trúa honum þegar hann sagðist hafa sótt um í herinn og vildi hann ekki fyrr en hann kæmist í "uniform" eins og hún sagði! Þá myndi ég frekar kjósa lestina sem er virkilega svöl og eitt af uppáhalds atriðunum mínum er þegar Johnnie situr á öxlinum á milli hjólanna (veit ekki alveg hvernig ég á að lýsa þessu) og fer með lestinni, upp og niður upp og niður. Sagan fannst mér skemmtileg og gekk ekki eins hægt og ég átti von á. Eins og oft er með margar af þessum gömlu, svarthvítu myndum. Buster Keaton er rosalega kúl náungi og skemmtilegur leikari. Það er annað sem heillar mig við þessar þöglu grínmyndir. Það er hvað allur leikur er mikið ýktari heldur en vanalega í kvikmyndum. Þetta er frekar leikhús-leikur heldur en kvikmyndaleikur, eins og við lærðum í Herranótt. 
En það verður að segjast að ég var hrifin af The General og finnst mér þó oft erfitt að halda þræði þegar ég horfi á gömlu, svarthvítu myndirnar! En ég vona að það lagist með hverju áhorfi.

Ég ætlaði að skrifa um Up núna líka en ég get ekki sett inn myndir! Og er orðin frekar pirruð á þessu blogger/blogspot rugli og get ekki eytt meiri tíma í þessa vitleysu. 

 

2 comments:

  1. Gaman að þér skyldi finnast General skemmtileg. Buster Keaton er eiginlega mitt uppáhald.

    Gömlu hljóðmyndirnar (sérílagi 1930-35) eru oftar hægar þöglu myndirnar. Þegar menn byrjuðu að vinna með hljóðið vafðist það svolítið fyrir þeim, og gerði allt miklu klossaðra.

    Leiðinlegt að blogspot skuli vera að stríða þér. Ég lendi yfirleitt aldrei í neinum vandamálum með þetta...

    3 stig

    ReplyDelete
  2. hehe kannski vildi hún hann bara í uniformi útaf því að það er sexy?

    annars sammála með atriðið þegar hann fer upp og niður, og herranæturleikinn í þessum gömlu myndum :P

    ReplyDelete