Wednesday, September 9, 2009

Karlar sem hata konur


 
























Vá vá vá vá vá! Ekki vissi ég að Svíar væru svona miklir og hæfileikaríkir kvikmyndagerðarmenn! Reyndar er kannski skömm að segja frá því að ég hef held ég bara ekki séð neina sænska mynd áður. Kannski ekki. Auðvitað fyrir utan auðvitað talsettu Astrid Lindgren myndirnar, sem verða að teljast ágætis barnaefni.

Ég fór í bíó á þriðjudaginn - í gær - og hafði gert mér ákveðnar hugmyndir um myndina og hafði allmiklar væntingar en hún var mjög frábrugðin því sem ég hafði gert mér
 í hugarlund. 

Myndin hefur tvær aðalpersónur. Önnur er Mikael Blomkvist sem er blaðamaður á blaðinu Metropolitan í Svíþjóð. Hann hefur verið ákærður fyrir ærumeiðingar af valdamiklum og ríkum sænskum manni. Mikael er sakfelldur og þarf að dúsa í fangelsi í 3 mánuði, svo ekki sé minnst á að ferli hans sem blaðamaður ætti að vera lokið. En þegar hann hættir á Metropolitan er hann ráðinn af öldruðum manni til þess að leysa vægast sagt dúbíus 40 ára sakamál. Hinn karakterinn er Lisbeth Salander sem er 24 ára stúlka sem er algjör nagli. Klæðist einungis svörtum fötum, er með mörg göt í andlitinu og vinnur sem hakkari. Semsagt hakkar inn í tölvur annarra og kemst að öllu um þeirra einkalíf. Það er mjög gaman að sjá svona kvenkyns tölvunörd! Sögur þessara tveggja persóna fléttast saman í myndinni og eru þau mjög áhugavert kombó.. say no more.


Hér eru þau Lisbeth og Mikael í einu atriði í myndinni

Ég varð spennt í fyrsta atriði myndarinnar og hélst spennt út alla myndina! Og þannig eiga spennumyndir að vera. Öll tónlistin var mjög góð. Setti alveg réttu stemninguna á réttum stöðum en var ekki það áberandi að maður hugsaði:  "Já nú á mér að líða svona.." Ég þoli ekki þannig! 
Eins var kvikmyndatakan skemmtileg. Ég tók sérstaklega eftir því að nærmyndir voru mikið notaðar og oft áhugaverðar tökur inn á milli. Ég veit ekki hvort að það var meiningin, myndatakan eða hvort að ég hafi látið Skandinavíska yfirbragðið plata mig, en mér fannst myndin vera mjög raunveruleg og trúverðug. Eða svona.. trúverðug. Já. Raunveruleg kannski frekar. 
Leikurinn var framúrskarandi! Það var hvergi veikur hlekkur í castinu og þá vil ég helst minnast á Noomi Rapace sem gerði Lisbeth Salander að sjúklega flottum karakter. Hún hefur augljóslega unnið mikið í persónunni og mér fannst hún gera þetta alveg tip top. (Atriðið heima hjá umsjónarmanninum og atriðið eftir það... úff.. (þeir sem hafa séð myndina vita um hvað ég er að tala)) Þá var Michael Nyqvist líka góður, solid leikur af hans hálfu, en Noomi stal alveg senunni (eða myndinni). 

Er það ekki alltaf save the best till last? Allavega í þessu bloggi því að að lokum verð ég náttúrulega að tala um söguna sjálfa. Söguþráðinn sem Stieg Larsson samdi auðvitað svona snilldarlega. Reyndar komst ég ekki í að lesa bókina og vinkona mín sagði mér að kvikmyndin væri allt öðruvísi en bókin. En svona í aðalatriðum eins. Hún var alveg sátt með handritið að þessari mynd og fannst handritshöfundar hafa leyst þetta vel. Það gekk allt upp og endirinn olli ekki vonbrigðum eins og er ekkert óvanalegt þegar áhorfandinn hefur verið setið spenntur í 2 og hálfan tíma. "Ohh endar þetta virkilega svona? Leeeim!" Í myndinni er líka óhefðbundið ástarsamband sem er svo dásamlega óamerískt. Gaman að sjá þessa mynd af ástinni á hvíta tjaldinu frekar heldur en þetta sama, gamla jukk.
(Reyndar stend ég sjálfa mig að því að horfa á þær myndir en það er algjör leyndó!)

Ég vildi að ég hefði eitthvað gagnrýnið að segja en þessi mynd stendur algjörlega fyrir sínu, með öllum kostum og göllum. Ég fékk aftur trú á Skandinavískri kvikmyndagerð eftir hörmungina Reykjavík Whale Watching Massacre! Og ég læt þau orð verða lokaorðin í þessari lofræðu - eða lofbloggi, mínu til Svía.

Takk fyrir lesturinn.

p.s. Er hætt að vera reið út í blogger þar sem að það gekk eins og í sögu að setja inn myndir núna.
 

1 comment:

  1. Skemmtileg færsla. Ég á enn eftir að sjá þessa mynd, en maður lætur kannski verða af því innan skamms eftir þessa lofræðu.

    Það kemur ekki á óvart að sænsk mynd virki raunveruleg. Raunsæi er mjög sænskt.

    Svíar hafa gert fullt fullt af flottum myndum.
    Vampírumyndin Låt den rätte komma in kom út í fyrra.
    Lukas Moodysson gerði nokkrar góðar myndir (Fucking Åmål, Tilsammans, Lilja 4-ever) áður en hann fór að gera hápólitískar ádeilumyndir.
    Ingmar Bergman var auðvitað Svíi...
    Og mér á örugglega eftir að detta margt fleira í hug um leið og ég pósta þetta komment.

    7 stig.

    ReplyDelete