Saturday, September 19, 2009

Död Snö í Sundhöllinni



 Þegar ég heyrði að það ætti að sýn
a norska nasista-zombie hryllingsmynd í Sundhöllinni var ég ekki lengi að ákveða að ég ætlaði ekki að missa af því! 

Ég hélt því ásamt Guðrúnu vinkonu minni um að verða 8 leytið í gær upp í Sundhöll og hafði myndast dágóður hópur fyrir utan. Það var rosalega undarlegt að vera á leiðinni í bíó og þurfa að skipta yfir í bikiní! Við fórum ofan í laugina og sáum tvær íslenskar stuttmyndir. Í seinni myndinni komu fram leiknir real live Zombie-ar sem var frekar glatað þar sem hryllingsmyndin var ekki einu sinni byrjuð! Þegar hún svo byrjaði var okkur orðið ískalt! Svo var hægt að fara í hlýrri laug en þá sá maður myndina öfuga, eða þannig að það var ekki hægt að lesa textann. Þetta var samt alveg mjög mikil upplifun, aðallega fyndin og köld reyndar. Það sem var mesta klúðrið við að hafa þetta í sundlaug var náttúrulega að fyrir vikið varð myndin ekkert meira
 ógnvekjandi. Og líka hvað manni var kalt. En nóg um sundhliðina hér kemur umsögn um myndina: 

Þessi norska hryllingsmynd hefst á því að 7 ungmenni, 3 stelpur og 4 strákar eru á leiðinni upp í afskekktan kofa til þess að fara í skíðaferð í páskafríinu. Þegar þau koma er ekkert símasamband.. sem gæti verið ótrúlega pirrandi byrjun á hryllingsmynd en þeim tekst að snúa því upp í grín sem virkaði vel. Þegar þau koma svo upp í kofann kemur í ljós að þegar þau þurfa að fara á klósettið er það kamar sem er í smá fjarlægð frá kofanum. Seint um kvöldið eftir smá twister og bjórdrykkju kemur fremur ógnvekjandi eldri maður í kofann og segir
 þeim að fara gætilega á þessu svæði vegna þess að það séu illir andar á sveimi. 7 hraustir læknanemar láta voða lítið hræðast af þessu en áhorfandanum er samt alveg ljóst frá byrjun að þetta svæði er eitthvað undarlegt. Svo hefjast ósköpin.... damm damm daaaaamm!



Já ég átti erfitt með að bera þessa mynd ekki saman við RWWM. Þær eru jú báðar skandinavískar splatter myndir. Ég verð að segja að mér fannst þessi mynd betri að öllu leyti! Hún byrjaði þannig að maður náði að tengja við karakterana og hver hafði sinn persónuleika. Það var líka enginn karakter sem var tilgangslaus eins og mér fannst með RWWM. Umhverfið í báðum myndum var líka mjög sérstakt, önnur þarna á hafi úti en hin uppi í norskum fjöll
um. Það varð rosa töff að sjá rauða blóðið á hvítum snjónum! Myndatakan var held ég bara mjög hryllingsmyndaleg, mikið af close-up skotum og þannig.
Það var samt eiginlega tvennt sem ég verð að minnast á varðandi yfirburði Död Snö yfir Reykjavík Whale Watching Massacre. Það var í fyrsta lagi að dauðdagarnir voru allir svo miklu betri, manni fannst svo mikið í RWWM að það væri svo mikið verið að reyna að gera töff dauðdaga en það varð einhvern "eðlilegra" í Död Snö. Svo í öðru lagi viðhorfið til hryllingsmynda. Í Död Snö byrjaði hún alveg mjög ógnvekjandi (ég er reyndar versti aumingi þegar það kemur að svona myndum) og var alveg viðbjóðsleg en þegar leið á hana fór þetta út í grín. Sem var líka bara mjög fyndið!! Þetta varð því að svona hryllingsgrínmynd. 
Zombie-nasistarnir voru svolítið skerí í myrkri næturinnar en svo voru aðalátökin í dagsbirtu! Sem er sérstakt þar sem myrkrið er svo mikið notað í svona skerí myndum. Það gerði það samt að verkum að zombie-arnir urðu frekar kómískir, sem kom seinna í ljós að var meiningin.

Ég hafði mjög gaman af norsku hryllingsmyndinni Död Snö! Alls ekkert must see en áhugaverð engu að síður.

Hér er heimasíða myndarinnar. Mjög flott síða. Hey og já gleymdi að segja að þessi mynd var um það bil 70% betur leikin en RWWM.


1 comment: