Saturday, September 19, 2009

Reykjavík Whale Watching Massacre

Æææ ætlaði ekki að birta þetta en mig langar soldið til þess eftir að hafa skrifað um norsku myndina. Here it comes...

Ég hef ekki mikið að segja um þessa hörmung sem þessi mynd var en mig langar samt að fá að tjá mig aðeins þar sem hún hefur verið mér, gegn mínum vilja, ofarlega í huga síðan ég sá hana.


            Í fyrsta lagi er ég alls ekki hrifin af splatter myndum eða hryllings myndum en ég er virkilega mikill stuðningsmaður íslenskrar kvikmyndagerðar og íslenskar myndir heilla mig oft og þá sérstaklega nú á seinni árum. Í öðru lagi er ég ekki mjög hrifin af lélegum myndum og verð alltaf pirruð yfir öllum þeim peningum sem er eytt í að gera ömurlega lélegar og

 innihaldslausar myndir. Í þriðja lagi þoli ég ekki illa skrifuð handrit og illa uppbyggð og þegar það er augljóst að hlutirnir hafa ekki verið hugsaðir í gegn. RWWM hafi allt þetta þrennt! Þetta var illa skrifaður, óúthugsaður, afskaplega lélegur splatterhryllingur og það sem meira er: þetta á að vera framlag okkar til erlenda kvikmyndaheimsins!! Ég næ varla utan um þetta.

            Þegar Júlíus Kemp kom svo til okkar var ég mjög spennt að heyra hann afsaka myndina sína. Eða kannski aðallega útskýra það sem mér fannst engan veginn ganga upp. En hann

 sannaði bara því miður að allt sem mér hafði fundist að var bara í alvörunni að. Hann gat engan veginn útskýrt hvers vegna Halldóra Geirharðs átti að vera íslensk en virtist samt ekki geta tjáð sig á íslensku, hann gat ekki útskýrt af hverju að einn fjölskyldumeðlimurinn þóttist vera þroskaheftur (hann reyndi reyndar en það var allt mjög grunnt og ódýrt), hann vissi oftast ekki hvað það var átt við með hinu og þessu og hvernig er hægt að ætla að leikstýra mynd sem er byggð á handriti sem þú skilur ekki! Reyndar er kannski gott að hann var ekkert að afsaka myndina, alltaf gott að standa með sínu, en hann virtist aðallega hugsa um að koma myndinni úr landi hvort sem hún væri góð eða léleg. Mér fannst allir leika illa, Stebbi Jóns var reyndar skemmtilega viðbjóðslegur, og það var eflaust handritinu að kenna aðallega en það að vera leikari merkir að maður þarf að leika tilfinningar og þetta fólk virtist aldrei hafa heyrt á það minnst. “ Hey vó skipstjórinn okkar dó... úps.”

 

             Þessi mynd ætti enginn að sjá. Hún er bara afskaplega léleg og virkilega mikil vonbrigði. Mér finnst erfitt að ætla að skrifa málefnalegt blogg um mynd sem fer svona mikið í taugarnar á mér en íslensk kvikmyndagerð á bara svo miklu betra skilið!! Það var pottþétt e-ð gott í myndinni sem ég er að gleyma og hún var mjög fyndin á köflum þó svo að það hafi augljóslega alls ekki verið markmiðið.

 

Oj barasta.

         (smá spoiler)

1 comment: