Sunday, March 28, 2010

Signs




Um daginn varð ég þeirrar ánægju aðnjótandi að sjá yndislega litla stuttmynd. Ég var í vondu skapi en þessi mynd gladdi mig svo mikið. Alveg dásamleg.

Hún fjallar um óhamingjusaman ungan mann sem vinnur á skrifstofu í borginni. Allt er rosalega grátt í kringum hann og hann er einmana. Eeeeeen svo breytist það! Eða hvað? Hmm...

Þessi mynd er svona ekta feel good. Hún er rosalega vel gerð, myndatakan er öll mjög staðföst eða svona regluleg einhvern veginn. Hehe ég veit ekki hvernig ég á að lýsa því. Hún er einhvern veginn soldið skrifstofuleg. Skemmtilegt. Hún er vel leikin, reyndar eru þetta kannski ekki mjög krefjandi hlutverk en það þurfa að vera skýr svipbrigði þar sem það er varla neitt talað í henni. 

Ég tók eftir einni mjög skemmtilegri vísun í Fight Club. Þá fór ég að hugsa um að gaurinn í myndinni væri orðinn eins og svefngengill. Allt var komið í leiðinlegan vana og erfitt var að rífa sig upp úr honum. 

Mér finnst hún líka vera mjög fyndin. Ég skellti alveg upp úr á nokkrum stöðum. Skemmtilegur og einfaldur húmor.

Tónlistin fannst mér líka snilld. Rosalega flott hvernig hún breyttist með stemningu atriðanna. Minnti mig á þögla mynd. 

Jæja það er nú kannski ekki mikið meira hægt að segja um tíu mínútna mynd en ég vildi bara deila henni með fleirum þar sem að ég var svona hrifin!

Hérna er linkur:


Nanna Elísa bloggari!

1 comment:

  1. Sammála því. Strákurinn leikur ansi vel - skemmtilega einlægur.

    5 stig.

    ReplyDelete