The Rebound fjallar um Sandy sem er hamingjusamlega gift heimavinnandi húsmóðir með tvö börn þangað til að hún sér vafasamt myndband af manninum sínum. Hún ákveður að rífa börnin upp og flytja með þau til borgarinnar (New York). Börnin eru frekar spes. Stelpan hefur mikinn áhuga á líffræði og þess konar og hefur gaman af því að hræða bróður sinn. Þau kippa sér ekki upp við margt og fíla lífið í borginni. Svo mikið að drengurinn vill láta kalla sig Carlos. Sandy finnur flotta íbúð og á neðri hæðinni er kaffihús þar sem Aram Finklestein vinnur. Honum hefur nýlega verið dömpað af franskri stelpu sem vildi bara vera með honum til þess að fá græna kortið. En hann er of góðhjartaður til þess að skilja við hana. Aram er þess vegna í algjöru rugli, sár og svekktur og veit ekki hvað hann á að gera við líf sitt. Sandy ræður hann í vinnu sem barnapía eftir að hafa lamið hann í klessu á sjálfsvarnarnámskeiði. (ég veit skrítið). Þrátt fyrir aldursmuninn neistar á milli þeirra.
Ég hélt að þetta væri ósköp venjuleg Hollywood mynd sem væri fyrirsjáanleg, en þessar myndir mega eiga það að þrátt fyrir ófrumleika og væmna dellu eru þær vanalega vel uppbyggðar. The Rebound var það alls ekki! Hún byrjaði og allt gekk rosalega hratt. Augljóslega til þess að koma Sandy til borgarinnar. Og svo allt í einu var hún komin með sjúklega heitan strák sem barnfóstru. Og þá gat myndin byrjað. Þetta var mjög skrítið og illa gert. Svo kom reyndar ágætur partur þar sem þau voru rosa sæt og að kynnast og svona. Það var svosem alveg raunsætt. Og sætt. Hehe. Þessi partur var frekar langur þannig að ég var farin að velta fyrir mér hvenær þau ætluðu að koma inn flækjunni til þess að gera hamingjusama endinn, sem að er óþægileg tilfinning.
Leikurinn var alls ekki góður. Það var engin dýpt í neinum persónum bara staðreyndirnar sem maður vissi um hvern og einn. Leikurinn batnaði reyndar verulega eftir því sem leið á myndina en í byrjuninni var hann alveg hörmung.
Það var ekkert fyndið í henni. Það var einn karakter sem ég býst við að hafi átt að vera svona comic relief en náði því aldrei og varð frekar pirrandi. Bæði Catherine Zeta og Justin Bartha voru einstaklega flöt og ófyndin. Þau náðu samt ágætri kemistríu sem er auðvitað grundvöllurinn í svona mynd. Reyndar voru krakkarnir soldið krúttlegir og áttu sín móment en það er sorglegt að tveir 10 ára krakkar séu það besta í mynd af þessu tagi.
Myndataka og klipping voru mjög stöðluð. Ekkert nýtt í gangi þar.
Þessi mynd var í rauninni frekar undarleg. Það er ekki eitthvað sem ég er vön að segja um Hollywood myndir. Ég býst aldrei við miklu en maður gerir samt lágmarkskröfur um skemmtanagildi og að myndin sé gerð af kostgæfni.
Ég mæli alls ekki með The Rebound. Hún var ekki einu sinni þess virði að horfa á á laugardagseftirmiðdegi þreyttur eftir skemmtun föstudagskvöldsins.
Sem sagt léleg Hollywood formúlumynd í þynnkunni. Ég kannast óneitanlega við það - einu skiptin sem ég leyfi mér að horfa á svoleiðis myndir. Stundum er það gaman, en stundum sér maður bara eftir því, þegar um virkilega vondar myndir er að ræða. Eins og virðist hafa verið raunin með þessa...
ReplyDelete5 stig.