Þessa mynd sá ég fyrst þegar hún kom út fyrir löngu og mundi fátt nema að mér hafði fundist hún ótrúlega skemmtileg! Ég sá hana aftur núna um daginn þegar ég lá heima veik með sýkingu í hálsinum og hafði gaman af en af allt öðrum ástæðum en áður.
Romy and Michelle eru bestu vinkonur og hafa verið frá því í High School. Þær eru algjörar samlokur og búa ennþá saman 10 árum eftir útskrift. Þegar Romy hittir gamla skólasystur þeirra, sem þær minnast sem algjörs fríks, fréttir hún af 10 ára reunioni skólans og vinkonurnar taka smá trip down memory lane. Þá kemur í ljós að í menntaskóla áttu þær fáa vini, voru taldar skrítnar og tilheyrðu engum sérstökum hópi. Þær ákváðu að eftir skólann myndu þær sko meika það í LA en það lítur ekki út fyrir það þar sem að þær eru báðar á lausu, Michelle er atvinnulaus og Romy hefur skítavinnu. Þær þrá ekkert heitar en að fara á endurfundina og láta alla krakkana sem litu niður á þær í high school virða þær vegna þess hvað þær eru núna successful í lífinu. Það verður erfitt þar sem þær eru það alls ekki.
Þessi mynd er engin snilld það er alveg augljóst en hún er held ég mjög misskilin. Það sem ég held að fólk taki ekki eftir, og þá sérstaklega ameríkanar, er að hún er skemmtileg ádeila á alla umræðuna um þennan alræmda high school. Ég upplifði hana miklu meira eins og satíru (held reyndar að þetta sé ekki íslenskt orð þó svo að það sé fullkomlega skiljanlegt) frekar en eitthvað annað. Mér fannst eins og hver kjánahrollur sem ég fékk ætti að vera kjánahrollur á Ameríku og þetta geðveika high school æði sem tröllríður amerískri kvikmyndagerð. Mér fannst aulahúmorinn æðislegur og ég skammast mín ekkert fyrir það að segjast hafa skellt upp úr oftar en einu sinni og oftar en þrisvar! Endirinn er líka alltof mikil klisja til þess að hægt sé að taka þessa kvikmynd alvarlega og innsiglaði tilfinninguna sem ég hafði alla myndina, þ.e. að hún væri léleg af mjög góðri ástæðu. Og ég hef aldrei séð mynd sem er léleg en það pirrar mig ekki heldur gleður mig! Virkilega sérstakt og þess vegna fann ég mig knúna til þess að spreða nokkrum orðum á hana.
Hún er sem sagt léleg á góðan hátt. Sniðugt. Ég er ekki frá því að ég geti verið sammála því (reyndar soldið langt síðan ég sá hana).
ReplyDelete4 stig.